Description
Í Lapplandi situr öldruð kona á eintali við sjálfa sig og lífssaga hennar streymir fram. Hún er fædd á tíma haturs – hún vex upp og verður kona á tíma haturs og hefndar. Faðir hennar hafði gert hana að dóttur hins hvíta Finnlands – eiginmaður hennar, Ofurstinn, gerir hana að nasista.
Finnska þjóðin býr sig undir stríð við Sovét-Rússland, fyrst vetrarstríðið og síðan framhaldsstríðið í félagi við Þýskaland nasista. Hér eru ýfð upp gömul sár svo ódaunn sögunnar verður ekki umflúinn.
Kornung fellur hún fyrir vini föður síns, manni um aldarfjórðungi eldri en hún. Blind aðdáun og ást á Ofurstanum leiðir hana, þrátt fyrir viðvaranir, út í ofbeldisfullt og eyðandi hjónaband.
Djörf, dökkleit saga um voldugar ástríður og andstæður í samhljómi við hrjúfa og vægðarlausa náttúru landsins, sögð á hispurlslausan hátt. Þetta er saga konu sem gengur í gegnum helvíti á jörðu, lifir af og finnur að lokum frið á lokaskeiði ævi sinnar.
Reviews
There are no reviews yet.