Litla stúlkan og sígarettan
kr. 4680 Original price was: kr. 4680.kr. 2340Current price is: kr. 2340.
Lítil stúlka kemur að fertugum borgarstarfsmanni þar sem hann er að laumast til að reykja sígarettu inni á salerni í vinnunni. Hversdagslegt atvik sem þó er litið grafalvarlegum augum og hrindir af stað hryllilega fyndinni atburðarás sem sagnameistarar eins og Swift og Kafka hefðu verið fullsæmdir af.
Þetta er listilega fléttuð, spennandi og bráðsmellin saga sem gerist í ímynduðu en kunnuglegu framtíðarsamfélagi. Undir sakleysislegu yfirborðinu veltir höfundur fyrir sér áleitnum spurningum um ýmis málefni, svo sem hvort börn eða fullorðnir eigi að ráða ferðinni í samfélaginu, hvort ást og manngæska séu tegundir í útrýmingarhættu, hvort fjölmiðlar eigi að leysa dómstóla af hólmi og hvort það sé minni glæpur að myrða lögreglumann en að reykja í laumi.
Umsagnir:
Það sem hrífur mig mest í Litlu stúlkunni og sígarettunni er hvernig sagan varpar ljósi á innbyggða heimsku nútíma samfélags; svartur húmor sem snýr hreinasta hryllingi upp í töfrandi dauðadans.
– Milan Kundera
… háðsk ádeila á nútímasamfélagið … pólitísk rétthugsun er allsráðandi en heilbrigð skynsemi og góðvild má sín lítils … bráðskemmtileg bók og hressandi lesning í öllu því fári vondra bóka sem nú ríður yfir veröldina.
– Jón Þ. Þór, DV
Frábær bók, alveg frábær bók!
– Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljunni
… skyldulesning nú á tímum vaxandi heimsku og sefjunar. Stórmerkileg lesning.
– Bjarni Harðarson, Sunnlenska bókakaffið
180 bls. | 135 x 210 mm | 2008 | ISBN 978-9979-655-29-9
Out of stock
Description
Lítil stúlka kemur að fertugum borgarstarfsmanni þar sem hann er að laumast til að reykja sígarettu inni á salerni í vinnunni. Hversdagslegt atvik sem þó er litið grafalvarlegum augum og hrindir af stað hryllilega fyndinni atburðarás sem sagnameistarar eins og Swift og Kafka hefðu verið fullsæmdir af.
Þetta er listilega fléttuð, spennandi og bráðsmellin saga sem gerist í ímynduðu en kunnuglegu framtíðarsamfélagi. Undir sakleysislegu yfirborðinu veltir höfundur fyrir sér áleitnum spurningum um ýmis málefni, svo sem hvort börn eða fullorðnir eigi að ráða ferðinni í samfélaginu, hvort ást og manngæska séu tegundir í útrýmingarhættu, hvort fjölmiðlar eigi að leysa dómstóla af hólmi og hvort það sé minni glæpur að myrða lögreglumann en að reykja í laumi.
Reviews
There are no reviews yet.