Lagarfljót. Mesta vatnsfall Íslands

kr. 9367

Helgi Hallgrímsson (Höfundur)

 

Eggert Ólafsson kallaði Lagarfljót „mesta vatnsfall Íslands“ og má það til sanns vegar færa þótt sum séu lengri og vatnsmeiri. Ekkert fljót á Íslandi er viðlíka djúpt og breitt enda það eina sem nýtt hefur verið til siglinga hérlendis.

 

Lagarfljót er bæði straumvatn og stöðuvatn, án þess að glögg skil séu þar á milli. Líta má á það sem röð af vötnum sem fljót rennur í gegnum. Efsta vatnið, Lögurinn, er þriðja stærsta stöðuvatn landsins, 53 km2, allt að 112 m djúpt og álíka þykkt leirlag hvílir á botni þess. Í leirnum myndast gas sem stígur upp og birtist í margvíslegu formi. Það blandast sögnum og sýnum á frægasta vatnaskrímsli landsins, Lagarfljótsorminum, sem getið er allt frá 14. öld.

 

Í Lagarfljóti er einn foss, Lagarfoss, sem var virkjaður 1974, en í stofnám fljótsins, Jökulsá í Fljótsdal og Keldá, er fjöldi stórra og smárra fossa. Jökulsá leggur fljótinu til litinn, sem er sérkennilega gulgrænn, en annars mjög breytilegur. Vegna jökulgruggsins er rumframleiðsla lítil í fljótinu en þó er nokkur silungur í því og lax fyrir neðan fossinn. Þegar Kárahnjúkavirkjun kemst í gagnið verður öllu jökulvatni Jökulsár á Dal steypt í Lagarfljót sem tvöfaldast næstum að vatnsmagni. Jökulgrugg þess margfaldast, lífríkið rýrnar til muna og það fær nýjan lit. Í raun verður fljótið þá annað vatnsfall.

 

Í bókina hefur verið safnað tiltækri þekkingu um náttúrufar Lagarfljóts, en margt er ennþá lítið eða ekki kannað og brátt er of seint að bæta úr því. Rakin er saga veiðimála, samgöngusaga og virkjunarsaga, og loks er sérstakur kafli um Orminn og aðrar furður sem tengjast fljótinu.

 

Bókin er afrakstur margra ára vinnu Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings á Egilsstöðum. Hún er 416 bls. með um 500 ljósmyndum, teikningum, málverkum og kortum. Flestar ljósmyndir eru teknar af höfundi og Skarphéðni G. Þórissyni.

 

416 bls. | 226 x 299 mm | 2005 | ISBN 9979-772-43-3

Lýsing

Eggert Ólafsson kallaði Lagarfljót „mesta vatnsfall Íslands“ og má það til sanns vegar færa þótt sum séu lengri og vatnsmeiri. Ekkert fljót á Íslandi er viðlíka djúpt og breitt enda það eina sem nýtt hefur verið til siglinga hérlendis.

 

Lagarfljót er bæði straumvatn og stöðuvatn, án þess að glögg skil séu þar á milli. Líta má á það sem röð af vötnum sem fljót rennur í gegnum. Efsta vatnið, Lögurinn, er þriðja stærsta stöðuvatn landsins, 53 km2, allt að 112 m djúpt og álíka þykkt leirlag hvílir á botni þess. Í leirnum myndast gas sem stígur upp og birtist í margvíslegu formi. Það blandast sögnum og sýnum á frægasta vatnaskrímsli landsins, Lagarfljótsorminum, sem getið er allt frá 14. öld.

 

Í Lagarfljóti er einn foss, Lagarfoss, sem var virkjaður 1974, en í stofnám fljótsins, Jökulsá í Fljótsdal og Keldá, er fjöldi stórra og smárra fossa. Jökulsá leggur fljótinu til litinn, sem er sérkennilega gulgrænn, en annars mjög breytilegur. Vegna jökulgruggsins er rumframleiðsla lítil í fljótinu en þó er nokkur silungur í því og lax fyrir neðan fossinn. Þegar Kárahnjúkavirkjun kemst í gagnið verður öllu jökulvatni Jökulsár á Dal steypt í Lagarfljót sem tvöfaldast næstum að vatnsmagni. Jökulgrugg þess margfaldast, lífríkið rýrnar til muna og það fær nýjan lit. Í raun verður fljótið þá annað vatnsfall.

 

Í bókina hefur verið safnað tiltækri þekkingu um náttúrufar Lagarfljóts, en margt er ennþá lítið eða ekki kannað og brátt er of seint að bæta úr því. Rakin er saga veiðimála, samgöngusaga og virkjunarsaga, og loks er sérstakur kafli um Orminn og aðrar furður sem tengjast fljótinu.

 

Bókin er afrakstur margra ára vinnu Helga Hallgrímssonar náttúrufræðings á Egilsstöðum. Hún er 416 bls. með um 500 ljósmyndum, teikningum, málverkum og kortum. Flestar ljósmyndir eru teknar af höfundi og Skarphéðni G. Þórissyni.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Lagarfljót. Mesta vatnsfall Íslands”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *