Lýsing
Þessi bók er sérstaklega ætluð börnum sem glíma við erfiðleika sem tengjast athyglisbresti og ofvirkni. Bókinni er ætlað að vera nokkurs konar sjálfshjálpartæki fyrir börn á grunnskólaaldri og inniheldur aðgengilegar upplýsingar, góð ráð, leiðbeiningar og hvatningu sem gagnast við að takast á við daglegt líf á árangursríkan hátt.
Bókinni er skipt í fjóra meginkafla. Í fyrsta kafla svara börnin ýmsum spurningum um sjálf sig og venjur sínar og geta þannig betur áttað sig á veikleikum sínum. Næsti kafli fjallar um það fólk sem getur hjálpað börnunum að leysa vandann, svo sem lækna, sálfræðinga, námsráðgjafa og kennara. Þriðji kaflinn, sem jafnframt er stærsti hluti bókarinnar, veitir barninu fjölda hagnýtra ráða um það hvernig það getur sjálft hjálpað sér að lifa betra og ánægjulegra lífi. Loks sýnir lokakaflinn hvernig barnið getur tamið sér nýjar venjur með hjálp foreldra sinna. Alls staðar í bókinni eru tekin hversdagsleg dæmi til útskýringar á efninu og er bókin því sérlega aðgengileg, bæði fyrir börn og fullorðna. Í bókinni er einnig mikill fjöldi skemmtilegra mynda sem bæði útskýra efnið og gera það áhugaverðara.
Þótt efni bókarinnar miðist fyrst og fremst við þarfir barnanna sjálfra og sé skrifað út frá þeirra sjónarhorni, er hún einnig ómissandi fyrir foreldra, kennara og aðra sem tengjast börnum sem eru hvatvís og eiga bágt með einbeitingu og úthald. Höfundarnir, Kathleen G. Nadeau og Ellen B. Nixon, hafa báðar langa reynslu af vinnu við greiningu og meðferð vegna ADHD einkenna og fjölmargar bækur þeirra hafa notið mikilla vinsælda.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.