Jón Sverrisson – Langferðamaður úr Meðallandi

kr. 6999

Jón Árni Friðjónsson

 

Endurminningaþættir Jóns Sverrissonar, fyrrum yfirfiskimatsmanns í Vestmannaeyjum, voru fyrst birtir sem röð greina í Lesbók Morgunblaðsins árið 1960. Þetta efni vakti athygli, ekki síst ævintýralegar frásagnir af svaðilförum sögumanns og erfiðri lífsbaráttu gamla samfélagsins. Hann lýsti einnig lifnaðarháttum fólks í heimabyggð sinni, Meðallandinu, undir lok 19. aldar; húsbyggingum, árstíðabundnum verkum og kaupstaðarferðum. Allt þetta mundi hann glöggt og gat sagt frá þannig að heillaði áheyrendur. Merkilegast var þó að sögumaður var að verða níræður þegar hér var komið sögu en minni hans og frásagnargáfa báru engin ellimörk. Hann hélt áfram að miðla fróðleik um liðna tíð þar til hann dó, 97 ára.

 

341 bls. | 185×240 mm | 2021| ISBN 978-9935-520-27-2

Description

Endurminningaþættir Jóns Sverrissonar, fyrrum yfirfiskimatsmanns í Vestmannaeyjum, voru fyrst birtir sem röð greina í Lesbók Morgunblaðsins árið 1960. Þetta efni vakti athygli, ekki síst ævintýralegar frásagnir af svaðilförum sögumanns og erfiðri lífsbaráttu gamla samfélagsins. Hann lýsti einnig lifnaðarháttum fólks í heimabyggð sinni, Meðallandinu, undir lok 19. aldar; húsbyggingum, árstíðabundnum verkum og kaupstaðarferðum. Allt þetta mundi hann glöggt og gat sagt frá þannig að heillaði áheyrendur. Merkilegast var þó að sögumaður var að verða níræður þegar hér var komið sögu en minni hans og frásagnargáfa báru engin ellimörk. Hann hélt áfram að miðla fróðleik um liðna tíð þar til hann dó, 97 ára.


Jón Sverrisson var fæddur 1871, hafði lifað viðburðaríka ævi á mesta breytingaskeiði Íslandssögunnar og eignast stóran hóp barna. Þessar kynslóðir, aldamótafólkið og börn þess, hrepptu það hlutskipti að byggja nútímasamfélag á fáeinum áratugum. Jón tók þar virkan þátt en gafst aldrei tóm til að rita heildstæða ævisögu sína.


Með þessari bók hefur dóttursonur hans, Jón Árni Friðjónsson, leitast við að bæta úr því, en leiðir þeirra lágu saman fyrir æðilöngu. Frásagnir Jóns Sverrissonar fylgja hér eins og hann gekk frá þeim en felldar í sögulegt samhengi.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Jón Sverrisson – Langferðamaður úr Meðallandi”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *