Description
Árið 1900 í nærmynd
Með því að lesa landsmálablöð ársins 1900, endurfann höfundur fréttalandslag gamla samfélagsins. Verkið skiptist í sex hluta: að fá heiminn í hús sem fjallar um blaðaútgáfu; „olnbogabörn hjá samgöngufærunum“ um samgöngur og efnisöflun blaðanna; háski á sjó og landi um spennufréttir; guð hjálpar þeim sem hjálpast að um læknavísindi og líknarmál; kyrrstaða og framfarir sem er samfélagslýsing byggð á fréttum árins og heimsmál sem hræra landann sem greinir heimsmynd íslensks aldamótafólks.
Þetta er nýstárleg bók, „micro-sagnfræðileg“ greining og lýsing á einu ári Íslandssögunnar, árinu 1900. Flugið er lækkað yfir því ári, fuglasýn haldið en um leið litið nær landinu og fólkinu en venjuleg sagnfræði gerir. Með þessu fæst nálæg og hversdagsleg sýn á allskonar mál, stór og smá.
Reviews
There are no reviews yet.