Hestur guðanna. Ljósmyndir af íslenska hestinum

kr. 3745

Anna Fjóla Gísladóttir (Höfundur)

 

Hesturinn hefur fylgt íslensku þjóðinni frá upphafi. Allt frá landnámi og langt fram á 20. öld var hann Íslendingum svo mikilvægur við brauðstrit, ferðir og flutninga að í raun má segja að hér hefði verið óbúandi án hans. Hlutverk hans hefur tekið stakkaskiptum; nú er hesturinn eiganda sínum ómissandi félagi. Hestamennska er orðin lífsstíll og tómstundaiðja þúsunda Íslendinga.

 

Í þessari bók er íslenska hestinum fylgt um landið. Fjallað er um samskipti hests og manns, farið með fjallmönnum á afrétt og þeim fylgt eftir við fjárrekstur auk þess sem hestaferðum eru gerð skil. Við kynnumst frjálsu lífi stóðsins til fjalla og heiða og í einstakri myndröð fylgjumst við með hryssu þar sem hún kastar úti í guðsgrænni náttúrunni, karar folaldið, kemur því á spena og styður það fyrstu skrefin út í lífið.

 

Höfundur bókarinnar, Anna Fjóla Gísladóttir, hefur allt frá barnæsku notið samveru með hestum og er löngu kunn fyrir ljósmyndir sínar af þessari einstöku skepnu. Þær myndir hennar sem hér birtast á bók eru afrakstur áratuga þrotlausrar vinnu við krefjandi og ögrandi viðfangsefni.

 

Bókin kemur út á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.

 

160 bls. | 200 x 260 mm | 2006 | ISBN 9979-772-69-7

Flokkur:

Lýsing

Hesturinn hefur fylgt íslensku þjóðinni frá upphafi. Allt frá landnámi og langt fram á 20. öld var hann Íslendingum svo mikilvægur við brauðstrit, ferðir og flutninga að í raun má segja að hér hefði verið óbúandi án hans. Hlutverk hans hefur tekið stakkaskiptum; nú er hesturinn eiganda sínum ómissandi félagi. Hestamennska er orðin lífsstíll og tómstundaiðja þúsunda Íslendinga.

 

Í þessari bók er íslenska hestinum fylgt um landið. Fjallað er um samskipti hests og manns, farið með fjallmönnum á afrétt og þeim fylgt eftir við fjárrekstur auk þess sem hestaferðum eru gerð skil. Við kynnumst frjálsu lífi stóðsins til fjalla og heiða og í einstakri myndröð fylgjumst við með hryssu þar sem hún kastar úti í guðsgrænni náttúrunni, karar folaldið, kemur því á spena og styður það fyrstu skrefin út í lífið.

 

Höfundur bókarinnar, Anna Fjóla Gísladóttir, hefur allt frá barnæsku notið samveru með hestum og er löngu kunn fyrir ljósmyndir sínar af þessari einstöku skepnu. Þær myndir hennar sem hér birtast á bók eru afrakstur áratuga þrotlausrar vinnu við krefjandi og ögrandi viðfangsefni.

 

Bókin kemur út á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Hestur guðanna. Ljósmyndir af íslenska hestinum”

Netfang þitt verður ekki birt.