Grimmsævintýri (kilja)

kr. 3199

 

Jacob og Wilhelm Grimm fæddust í Hanau í Þýskalandi 1785 og 1786, og voru elstir sex systkina. Þeir lærðu báðir lögfræði en fengu fljótt áhuga á þeim vinsælu sögum sem gengið höfðu manna á milli kynslóð eftir kynslóð, þjóðsögum og ævintýrum sem rætur áttu langt aftur í aldir. Þeir söfnuðu miklum fjölda sagna hjá vinum og nágrönnum og skráðu þær til að koma í veg fyrir að þær gleymdust. Safn þeirra, Kinder- und Hausmärchen, sem í voru yfir 200 sögur kom út í tveimur bindum árin 1812 og 1814. Bækurnar gerðu bræðurna heimsfræga.

 

Fyrsta enska útgáfan kom út árið 1823 og kallaðist German Popular Stories. George Cruikshank sem þá var vel þekktur teiknari myndskreytti bókina. Var þessi bók ein af allra fyrstu barnabókunum sem komu út í Bretlandi.

 

Á Íslandi komu Grimmsævintýri fyrst út árið 1922 í þýðingu Theódórs Árnasonar og þau hafa síðan margsinnis verið endurútgefin í mismunandi útgáfum.

 

Val Biro fæddist árið 1921 í Búdapest í Ungverjalandi og stundaði nám í myndlist í London þar sem hann settist að. Á löngum ferli hafa myndskreytingar hans birst í u.þ.b. 400 bókum.

 

200 bls. | 230 x 173 | 2018 | ISBN 978-9935-458-74-2

Lýsing

Jacob og Wilhelm Grimm fæddust í Hanau í Þýskalandi 1785 og 1786, og voru elstir sex systkina. Þeir lærðu báðir lögfræði en fengu fljótt áhuga á þeim vinsælu sögum sem gengið höfðu manna á milli kynslóð eftir kynslóð, þjóðsögum og ævintýrum sem rætur áttu langt aftur í aldir. Þeir söfnuðu miklum fjölda sagna hjá vinum og nágrönnum og skráðu þær til að koma í veg fyrir að þær gleymdust. Safn þeirra, Kinder- und Hausmärchen, sem í voru yfir 200 sögur kom út í tveimur bindum árin 1812 og 1814. Bækurnar gerðu bræðurna heimsfræga

 

Fyrsta enska útgáfan kom út árið 1823 og kallaðist German Popular Stories. George Cruikshank sem þá var vel þekktur teiknari myndskreytti bókina. Var þessi bók ein af allra fyrstu barnabókunum sem komu út í Bretlandi.

 

Á Íslandi komu Grimmsævintýri fyrst út árið 1922 í þýðingu Theódórs Árnasonar og þau hafa síðan margsinnis verið endurútgefin í mismunandi útgáfum.

 

Val Biro fæddist árið 1921 í Búdapest í Ungverjalandi og stundaði nám í myndlist í London þar sem hann settist að. Á löngum ferli hafa myndskreytingar hans birst í u.þ.b. 400 bókum.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Grimmsævintýri (kilja)”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *