Fjallakúnstner segir frá (3. útg.)

kr. 3999

Pjetur Hafstein Lárusson (Höfundur)

 

Maður við aldur, en þó kvikur í hreyfingum, gengur um bæinn með sendilshjól í gömlum stíl sér við hlið. Ekki er óalgengt að orfi og hrífu sé haganlega komið fyrir á hjólinu. Hér fer bóndi, að vísu ekki sá eini í Reykjavík en að ýmsu leyti sá sérstæðasti, þó ekki væri nema fyrir það að enga á hann spilduna. Ein tugga slegin hér, önnur þar. Þó fá hrossin sitt. En þessi maður er ekki aðeins malarbóndi. Hann er jafnframt listmálari án sálufélags við aðra slíka. Stefán heitir sá sem um er rætt, jafnan kenndur við Möðrudal á Fjöllum.Fjallakúnstnerinn Stefán frá Möðrudal – rótlaust lífstré kynborins sonar íslenskra öræfa hefur víða farið og fæstir hafa gert sér grein fyrir kjöviði undir hrjúfum berkinum. Listsköpun Stefáns ber svip hrikalegrar náttúru Möðrudalsöræfa, oft í tröllslíki. Hér birtist á nýjan leik samtalsbók Pjeturs Hafstein Lárussonar við Stefán frá Möðrudal, einn merkasta fulltrúa íslenskrar alþýðumenningar á síðustu öld.

 

143 bls. | 122 x 200 | 2020 | ISBN 978-9935-458-98-8

Lýsing

Maður við aldur, en þó kvikur í hreyfingum, gengur um bæinn með sendilshjól í gömlum stíl sér við hlið. Ekki er óalgengt að orfi og hrífu sé haganlega komið fyrir á hjólinu. Hér fer bóndi, að vísu ekki sá eini í Reykjavík en að ýmsu leyti sá sérstæðasti, þó ekki væri nema fyrir það að enga á hann spilduna. Ein tugga slegin hér, önnur þar. Þó fá hrossin sitt. En þessi maður er ekki aðeins malarbóndi. Hann er jafnframt listmálari án sálufélags við aðra slíka. Stefán heitir sá sem um er rætt, jafnan kenndur við Möðrudal á Fjöllum.Fjallakúnstnerinn Stefán frá Möðrudal – rótlaust lífstré kynborins sonar íslenskra öræfa hefur víða farið og fæstir hafa gert sér grein fyrir kjöviði undir hrjúfum berkinum. Listsköpun Stefáns ber svip hrikalegrar náttúru Möðrudalsöræfa, oft í tröllslíki. Hér birtist á nýjan leik samtalsbók Pjeturs Hafstein Lárussonar við Stefán frá Möðrudal, einn merkasta fulltrúa íslenskrar alþýðumenningar á síðustu öld.

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Fjallakúnstner segir frá (3. útg.)”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *