Lýsing
Góð hæka er sem dögg í grasi eða snjókorn á nakinni trjágrein; hún kemur eitt andartak og hverfur jafnharðan, en fer þó hvergi. Þetta kann að hljóma mótsagnakennt, en ætti þó að vera augljóst þeim sem ljóðum unna. Ljóðlist, eins og raunar öll list, er spurning um skynjun, ekki skilning. Og skynjun situr eftir í huga manns, eins þótt tilefni hennar sé horfið á braut. Sama gildir vitanlega um tönkur, þær koma og fara, en sitja þó um kyrrt.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.