Description
Í Ævintýraþorpinu dregur höfundur upp afar lifandi myndir frá litríkum æskuárum í Keflavík. Fjallað er af hreinskilni um ýmis viðkvæm mál, gleði, sorgir og samferðarfólk. Sjötti áratugur tuttugustu aldarinnar var mjög viðburðarríkur. Í Kanaútvarpinu heyrði unga fólkið fyrst í nýju átrúnaðargoði, Elvis Presley. Rokktónlistin breytti tíðarandanum. Hver tónlistarmaðurinn af öðrum kom fram á sjónarsviðið. Lífið í litla þorpinu tók miklum breytingum og fólk streymdi víða að til vinnu á Keflavíkurflugvelli. Orrustuþotur bandaríska herliðsins rufu hljóðmúrinn svo til daglega yfir lágreistri byggðinni og amerískir hermenn voru farnir að birtast á götunum. Fátt var sem fyrr í þorpinu sem skömmu áður hafði verið fjarri skarkala heimsins. Ólafur Ormsson hefur stundað ritstörf í áratugi, bæði sem blaðamaður og rithöfundur.
Reviews
There are no reviews yet.