Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur er prófessor og deildarforseti við Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst. Hún lauk doktorsprófi í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum frá Háskóla Íslands árið 2000. Ólína hefur áður starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður, ritstjóri, háskólakennari og skólameistari. Hún var um tíma virk í stjórnmálum sem alþingismaður og borgarfulltrúi. Í frístundum er hún björgunarsveitarmaður og fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands. Árið 1995 hlaut Ólína verðlaun í ljóðasamkeppni Listahátíðar Reykjavíkur. Bók hennar Lífgrös og leyndir dómar var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2019. Ritsmíðar Ólínu eru fræði og skáldskapur. Í þessu riti sameinar hún hvort tveggja. Útkoman er einkar áhugaverð bók um tímabil sem vakið hefur áleitnar spurningar um réttlæti, sannleika og mennsku.