Gerum samning

kr. 6499

Höfundur: Jill C. Dardig

Höfundur: William L. Heward

Þýðandi: Gyða Haraldsdóttir

 

Kemur út í apríl

 

Fyrir börn sem glíma við hegðunaráskoranir eða vilja læra nýja færni, geta samningar verið ótrúlega áhrifarík lausn. Í þessari bók eru eru leiðbeiningar sem hjálpa við að:

  • Leysa algeng hegðunarvandamál, sem tengjast heimilisverkum, heimanámi, samskiptum systkina eða undirbúning fyrir skólann á morgnana.
  • Læra að búa til og innleiða samninga í fjórum einföldum skrefum.
  • Kenna börnum hvernig samningar virka með því að lesa dæmisögur með þeim.

 

208 bls. | 178×229 | 2025 | ISBN 978-9935-520-63-0

 

Description

Hegðunarsamningar byggja á áratuga rannsóknum. Þetta er einföld en þó áhrifarík leið til að taka á algengum hegðunaráskorunum — allt frá því að fá barnið til að taka til eða sinna heimanámi til þess að undirbúa sig fyrir skólann án átaka.

 

Gerum samning lýsir fjögurra skrefa ferli til að búa til og innleiða árangursríka samninga sem breyta hegðun á jákvæðan hátt. Fallega myndskreyttar sögur, sem þú getur lesið með barninu þínu, sýna hvernig allskonar fjölskyldur nota samninga til að það gangi betur í hversdeginum, til dæmis með háttatíma, systkinasamvinnu og samskipti innan fjölskyldunnar almennt. Samningar hjálpa börnum líka að læra nýja færni, eins og að eignast vini, vera góð við gæludýr, taka þátt í heimilisstörfum og að verða sjálfstæð.

 

Þótt skýrar væntingar, jákvæð endurgjöf og tilfinning fyrir að ná árangri gagnist öllum börnum, er samningagerð sérstaklega hjálpleg fyrir börn sem eru einhverf eða hafa önnur náms- eða þroskafrávik.

 

Eyðublöð:

GS-119

GS-145

GS-201

GS-202

GS-203

GS-204

GS-205

GS-206

GS-207

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Gerum samning”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *