Description
Erna er 27 ára, vinnur hjá bókaforlagi og fær það verkefni að rita ævisögu Evu sem lengi bjó í Danmörku og varð þar þekktur rithöfundur. Undir lok síðustu aldar er Eva flutt heim. Hún leitar til forlagsins og biður um að Erna skrái ævisögu sína. Eva á litríkt líf að baki, hún var m.a. orðuð við fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, bankastjóra Seðlabankans og þekktan rithöfund. Þeir voru allir við nám í Kaupmannahöfn þegar Eva var upp á sitt besta. Eva er orðin veik, einmana og full haturs og hefnigirni og ætlar að koma höggi á fyrrum félaga sína. Erfið æska og brostnar vonir sækja á hug hennar. Þó hún sé öllum gleymd hefur hún engu gleymt. Nú er tímabært að sannleikurinn líti dagsins ljós. Það reynist flóknara en Erna átti von á. Þetta verkefni á eftir að draga dilk á eftir sér.
Reviews
There are no reviews yet.