Sigurður Pétursson sagnfræðingur er Ísfirðingur. Hann lauk cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Eftir hann liggja ritgerðir og greinar um sögu verkalýðshreyfingar og sjávarútvegs og bókin Aldarsaga Sparisjóðs Bolungarvíkur 1908–2008. Sigurður var framhaldsskólakennari, en hefur undanfarin ár unnið að ritun sögu verkalýðshreyfingarinnar á vegum Alþýðusambands Vestfjarða. Vindur í seglum er fyrsta bindi þeirrar sögu.