Description
Íslendingar búa við ein bestu lífsskilyrði sem þekkjast meðal þjóða heims og geta að miklu leyti þakkað það gjöfulum fiskimiðum umhverfis landið. En veiðarnar hafa krafist áræðis og seiglu enda landið staðsett úti á miðju Norður-Atlantshafi þar sem sjómenn þurfa að glíma við óblíða veðráttu. Í landi hafa fiskverkendur og verkafólk löngum lagt á sig langan vinnudag við úrvinnslu hráefnisins. Um þetta er fjallað í máli og myndum í þessari bók.
Í bókinni birtist fjöldi ljósmynda eftir Kristin Benediktsson ljósmyndara. Hann tók þær á sjó og í sjávarplássum vítt og breitt um landið á árunum 1976–1979. Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur ritar texta bókarinnar. Saman veita myndir og texti fágæta innsýn í störf sjómanna og íslenskan sjávarútveg.
Fjallað er almennt um stöðu sjávarútvegsins og einstakra greina hans á þessum árum. Meðal annars er farið er í róður með skuttogara, rækjubáti, humarbáti, skelbáti, loðnuskipi, síldveiðiskipum og hefðbundnum vertíðarbátum.
Bókin kemur einnig út á ensku: Fishing in the North Atlantic.
Reviews
There are no reviews yet.