Undir mánans fölu sigð

kr. 3999

Pjetur Hafstein Lárusson (Höfundur)

 

Þessi sextánda ljóðabók Pjeturs Hafsteins Lárussonar veitir innsýn í hugarheim skáldsins og sýnir enn einu sinni sterk tök hans á fallegum, ljóðrænum stíl, hnitmiðuðu myndmáli sem oft opnast fyrir lesandanum sem litríkt málverk.
Bókartitill, Undir mánans fölu sigð, höfðar einkum til fyrsta kaflans, Mánaljóð, sem fyllir nær helming bókar. Þessi kafli er undir áhrifum gullaldar kínverskrar ljóðagerðar, Tangtímabilsins, sem Pjetur þekkir vel. Þá ortu skáldin gjarnan mánaljóð og ófu inn í þau víndrykkju og holdsins lystisemdum.
Í mánaljóðum Pjeturs er máninn vissulega mótleikari mælanda, auðmjúkur, skilyrðislaus, persónugerður vinur. Ýmist er hann fullur, hálffullur eða á ferð milli skýja, drykkjufélagi sem gott er að skála við bæði kvölds og nætur og hefur á valdi sínu skugga og ljós. Tengingin við þennan glókoll himnanna, silfurhnött, himnaskrögg, næturkyndil (sem Pjetur m.a. nefnir svo) er vínið. Ljóðin eru fallegar myndir. Þau bera með sér kyrrð og frið og söknuð einhvers sem gleymskan vermir.
Auk Mánaljóða inniheldur bókin fjóra aðra kafla: Af skáldum, Gengnir vinir, Slóð tímans og Prósaljóð um mannlífsins kræklóttu stíga. Þeir kaflar gefa okkur aðra mynd af skáldaheimi Pjeturs, sem er fjölbreyttur og víða komið við.
Vonandi ratar þessi bók í hendur sem flestra er unna góðri ljóðlist.
Unnur Sólrún Bragadóttir

 

110 bls. | 135×210 | 2020 | ISBN 978-9935-520-04-3

Category:

Description

Þessi sextánda ljóðabók Pjeturs Hafsteins Lárussonar veitir innsýn í hugarheim skáldsins og sýnir enn einu sinni sterk tök hans á fallegum, ljóðrænum stíl, hnitmiðuðu myndmáli sem oft opnast fyrir lesandanum sem litríkt málverk.
Bókartitill, Undir mánans fölu sigð, höfðar einkum til fyrsta kaflans, Mánaljóð, sem fyllir nær helming bókar. Þessi kafli er undir áhrifum gullaldar kínverskrar ljóðagerðar, Tangtímabilsins, sem Pjetur þekkir vel. Þá ortu skáldin gjarnan mánaljóð og ófu inn í þau víndrykkju og holdsins lystisemdum.
Í mánaljóðum Pjeturs er máninn vissulega mótleikari mælanda, auðmjúkur, skilyrðislaus, persónugerður vinur. Ýmist er hann fullur, hálffullur eða á ferð milli skýja, drykkjufélagi sem gott er að skála við bæði kvölds og nætur og hefur á valdi sínu skugga og ljós. Tengingin við þennan glókoll himnanna, silfurhnött, himnaskrögg, næturkyndil (sem Pjetur m.a. nefnir svo) er vínið. Ljóðin eru fallegar myndir. Þau bera með sér kyrrð og frið og söknuð einhvers sem gleymskan vermir.
Auk Mánaljóða inniheldur bókin fjóra aðra kafla: Af skáldum, Gengnir vinir, Slóð tímans og Prósaljóð um mannlífsins kræklóttu stíga. Þeir kaflar gefa okkur aðra mynd af skáldaheimi Pjeturs, sem er fjölbreyttur og víða komið við.
Vonandi ratar þessi bók í hendur sem flestra er unna góðri ljóðlist.
Unnur Sólrún Bragadóttir

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Undir mánans fölu sigð”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *