Spegill fyrir skuggabaldur

kr. 3999

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Höfundur)

 

Í þessari bók skyggnist Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir undir blæjuna sem umlykur spillingu og fyrirgreiðslupólitík á Íslandi. Hún greinir frá reynslu fólks sem orðið hefur fyrir atvinnubanni og misbeitingu ráðningarvalds. Samhliða bregður hún sögulegu ljósi á hvernig atvinnurekendavald og klíkustjórnmál hafa spunnið sameiginlega valdaþræði í íslensku samfélagi.

 

 

Ólína lyftir hér hulunni af gamalgróinni meinsemd: Fjölmiðlar, vísindasamfélag og launþegasamtök þurfa að verjast árásum og áhrifasókn sterkra hagsmuna- og stjórnmálaafla. Einstaklingar taka áhættu með orðspor sitt og afkomu ef ekki er dansað í takt við hljóðpípu valdhafa. Meiru skiptir hvaða flokk þú styður og hverja þú þekkir en hvað þú getur.

 

Afhjúpandi og áhrifarík bók sem þú leggur ekki frá þér fyrr en að lestri loknum.

 

Umsagnir:

 

„Spegill fyrir skuggabaldur dregur fram hvernig atvinnuöryggi er ógnað enn í dag og minnir okkur á hversu mikilvæg baráttan fyrir öruggri vinnu og þar með framfærslu hefur verið og er enn.“
(Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands)

 

„Skörp og hvöss gagnrýni á fyrirgreiðslu og spillingu á Íslandi. Tímabær bók.“
(Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði)

 

252 bls. | 135×210 | 2020 | ISBN 978-9935-520-09-8

Category:

Description

Atvinnubann og misbeiting valds

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Spegill fyrir skuggabaldur”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *