Description
Á köldum haustdegi situr Lísa fyrir framan arininn í stofunni heima hjá sér og er að leika sér við kettlingana sína. Þá fer hún að velta því fyrir sér hvað sé á bak við spegilinn sem er yfir arninum. Hún ákveður að athuga málið og áður en hún veit af er hún komin í gegnum spegilinn og inn í spegilhúsið hinum megin við hann. Þar er allt með öðrum hætti en í stofunni heima og í Spegillandi ratar Lísa í hin ótrúlegustu ævintýri.
Í gegnum spegilinn er framhald bókarinnar Lísa í Undralandi, og er Lísa einnig aðalpersónan. Hér heldur höfundurinn, Lewis Carroll, áfram að lýsa hugarheimi barnsins og öllum þeim merkilegu fyrirbærum sem sá heimur geymir.
Reviews
There are no reviews yet.