Þekktu þitt magamál. Þjálfun svengdarvitundar – Að hlusta á líkamann og vinna bug á ofáti, átröskun og óheilbrigðum matar
kr. 4490
Í samfélagi sem hvetur okkur til að vera uppteknari af þyngd og matarvenjum en nokkru sinni fyrr eru offita, átköst og ofuráhersla á mat mjög algeng. Ef þú glímir við vandamál með matarvenjur hefurðu líklega reynt margar mismunandi leiðir til að breyta því. Megrunarkúrar eru ekki lausnin og flestum finnst erfitt að fylgja þeim. Þú endar á því að upplifa svengd eða skort og eyðir alltof miklum tíma í að hugsa um mat.
Þjálfun svengdarvitundar nálgast vandann á annan hátt. Hún er aðgengileg lausn við nánast hvaða matarvanda sem er. Í stað þess að berjast við langanir þínar í mat lærirðu að taka eftir og vinna með eðlilegum merkjum líkamans. Afleiðingarnar eru eðlileg og ánægjuleg tengsl við mat. Það er auðvelt að tileinka sér þjálfun svengdarvitundar og það verður léttara að fara eftir innri merkjum líkamans eftir því sem þú æfist lengur í því. Reyndu þessa nýju leið til að sættast við matarlyst þína og líkama þinn.
Lærðu þægilega og eðlilega leið til að:
– Taka eftir raunverulegum merkjum líkamans um svengd og seddutilfinningu.
– Koma í veg fyrir átköst með því að „borða til að forðast að upplifa skort“.
– Æfa þig í „árangursríku tilfinningatengdu áti“.
– Þjálfa þig í að vera meðvitaðri um það sem þú borðar og hvernig þér líður af því.
– Þjálfa þig til að viðhalda því að borða samkvæmt innri merkjum líkamans.
Umsagnir sérfræðinga:
Í offitumeðferðinni á Reykjalundi höfum við notað þjálfun svengdarvitundar í nokkur ár. Hún hefur gefist mjög vel og hjálpað fjölmörgum að skilja mun á svengd og löngun í mat og auðveldað þeim að hafa stjórn á stærð máltíða. Það hefur aftur auðveldað þeim að ná tökum á „eðlilegri“ næringu.
Við sjáum þjálfun svengdarvitundar því sem mjög gott hjálpartæki í meðferð offitu.
Ludvig Guðmundsson, yfirlæknir næringar- og offitusviðs Reykjalundar
Neyslusamfélagið léttir okkur ekki ævinlega lífið. Knúið áfram af æ meiri framleiðslu, sölu og neyslu á alls kyns varningi, hvetur það leynt og ljóst til ofneyslu og sóunar. Öll ofgnóttin verður hvað sýnilegust og afdrifaríkust þegar neysluvaran er matur eða drykkur. Afleiðingarnar eru aukin líkamsþyngd milljóna manna um víða veröld. Við þurfum að læra að borða, drekka og velja rétt og hlusta á líkamann. Þessi bók kennir einmitt það.
Dr. Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur og prófessor við H.Í.
Við þjálfun svengdarvitundar er áhersla lögð á að velja mat af kostgæfni, fylgjast með áti á meðan því stendur, hætta að borða hóflega saddur og meta líðan að máltíð lokinni. Þetta er gagnreynd meðferð, sem kennir að þekkja sitt magamál. Þýðendum hefur tekist vel að þýða bókina, sem á erindi við hina fjölmörgu, sem eiga við ofþyngd að stríða.
Dr. Eiríkur Örn Arnarson, prófessor í sálfræði við H.Í.
Efni sem fylgir bókinni
245 bls. | 170 x 240 mm | 2012 | ISBN 978-9979-655-86-2
Description
Í samfélagi sem hvetur okkur til að vera uppteknari af þyngd og matarvenjum en nokkru sinni fyrr eru offita, átköst og ofuráhersla á mat mjög algeng. Ef þú glímir við vandamál með matarvenjur hefurðu líklega reynt margar mismunandi leiðir til að breyta því. Megrunarkúrar eru ekki lausnin og flestum finnst erfitt að fylgja þeim. Þú endar á því að upplifa svengd eða skort og eyðir alltof miklum tíma í að hugsa um mat.
Þjálfun svengdarvitundar nálgast vandann á annan hátt. Hún er aðgengileg lausn við nánast hvaða matarvanda sem er. Í stað þess að berjast við langanir þínar í mat lærirðu að taka eftir og vinna með eðlilegum merkjum líkamans. Afleiðingarnar eru eðlileg og ánægjuleg tengsl við mat. Það er auðvelt að tileinka sér þjálfun svengdarvitundar og það verður léttara að fara eftir innri merkjum líkamans eftir því sem þú æfist lengur í því. Reyndu þessa nýju leið til að sættast við matarlyst þína og líkama þinn.
Lærðu þægilega og eðlilega leið til að:
– Taka eftir raunverulegum merkjum líkamans um svengd og seddutilfinningu.
– Koma í veg fyrir átköst með því að „borða til að forðast að upplifa skort“.
– Æfa þig í „árangursríku tilfinningatengdu áti“.
– Þjálfa þig í að vera meðvitaðri um það sem þú borðar og hvernig þér líður af því.
– Þjálfa þig til að viðhalda því að borða samkvæmt innri merkjum líkamans.
Reviews
There are no reviews yet.