Úr sagnabrunni Hólmsteins Helgasonar

kr. 6999

Níels Árni Lund

 

Hólmsteinn Helgason (1893–1988) ólst upp á Langanesi en fluttist ungur til Raufarhafnar og bjó þar til æviloka. Í æsku vann hann hefðbundin sveitastörf eins og þau voru í upphafi 20. aldar. Ungur sótti hann sjóinn frá Skálum á Langanesi og hóf fáum árum síðar eigin útgerð frá Raufarhöfn undir nafninu Hólmsteinn Helgason hf. og er félagið enn í fullum rekstri. Hólmsteinn var forystumaður margra verkefna á sviði félags- og atvinnumála og oddviti Raufarhafnarhrepps í fjölda ára. Hólmsteinn var kjörinn heiðursborgari Raufarhafnarhrepps og sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félags- málastörf.

Hólmsteinn hóf snemma að skrifa ýmsar minningar frá æsku- árum en einnig sögur og sagnir sem annars hefðu glatast. Sumt af því efni birtist í blöðum, tímaritum og útvarpi en annað hefur hvergi komið fram.

Í bókinni er dregið saman megnið af því sem Hólmsteinn ritaði og sem fullyrða má að allir sem áhuga hafa á þjóðlegum fróðleik munu njóta að lesa.

 

429 bls. | 185×240 mm | 2021| ISBN 978-9935-520-21-0

Description

Hólmsteinn Helgason (1893–1988) ólst upp á Langanesi en fluttist ungur til Raufarhafnar og bjó þar til æviloka. Í æsku vann hann hefðbundin sveitastörf eins og þau voru í upphafi 20. aldar. Ungur sótti hann sjóinn frá Skálum á Langanesi og hóf fáum árum síðar eigin útgerð frá Raufarhöfn undir nafninu Hólmsteinn Helgason hf. og er félagið enn í fullum rekstri. Hólmsteinn var forystumaður margra verkefna á sviði félags- og atvinnumála og oddviti Raufarhafnarhrepps í fjölda ára. Hólmsteinn var kjörinn heiðursborgari Raufarhafnarhrepps og sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félags- málastörf.



Hólmsteinn hóf snemma að skrifa ýmsar minningar frá æsku- árum en einnig sögur og sagnir sem annars hefðu glatast. Sumt af því efni birtist í blöðum, tímaritum og útvarpi en annað hefur hvergi komið fram.



Í bókinni er dregið saman megnið af því sem Hólmsteinn ritaði og sem fullyrða má að allir sem áhuga hafa á þjóðlegum fróðleik munu njóta að lesa.



Níels Árni Lund (1950) er frá Miðtúni á Melrakkasléttu. Hann hefur víða komið við en lengst af var hann skrifstofustjóri í Stjórnarráði Íslands. Níels Árni hefur alla tíð verið virkur á sviði félagsmála og skrifað fjölda greina í bækur, blöð og tímarit.



Árið 1996 tók hann saman og gaf út efni úr handritum afa síns Kristins Kristjánssonar í Nýhöfn undir heitinu Leiftur frá liðnum tímum. Árið 2010 kom út eftir hann bókin Af heimslóðum, þar hann rekur sögu foreldra sinna og æskustöðvanna á Melrakka- sléttu. Árið 2016 gaf hann út þriggja binda ritverk; Sléttunga – safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar; einstakt verk sem lifa mun og varðveita sögu Sléttunnar.



Í þessari bók hefur Níels Árni fært sig um set – af Sléttunni og austur á Langanes og Langanesströnd sem eru auk Raufar- hafnar sögusvið frásagna Hólmsteins.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Úr sagnabrunni Hólmsteins Helgasonar”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *