Sellóleikarinn Gunnar Kvaran (f. 1944) er löngu landsþekktur fyrir störf sín á vettvangi tónlistarinnar. Hann hefur komið fram á tónleikum víða um heim, bæði sem einleikari og við flutning kammertónlistar.
Gunnar er prófessor emeritus við tónlistardeild Listaháskóla Íslands og hefur auk þess kennt sellóleik og kammertónlist við Tónlistarskólann í Reykjavík (MÍT), Tónskóla Sigur- sveins og Tónlistarskólann í Garðabæ. Hann hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir störf sín í tónlist og að mannúðarmálum.