Sveppabókin. Íslenskir sveppir og sveppafræði

kr. 9800

Helgi Hallgrímsson (Höfundur)

 

Sveppabókin er frumsmíð um sveppafræði á íslensku og byggist m.a. á hálfrar aldar rannsóknum höfundar á sveppum.

 

Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um eðli og gerð sveppa og hlutverk þeirra í lífkerfi jarðar, m.a. um sníkjusveppi, svepprætur, samkipti sveppa og dýra og sveppasprettu á Íslandi. Sagt er frá viðhorfi manna til sveppa og rakin saga svepparannsókna, sérstaklega á Íslandi. Þá er rætt um matsveppi og eitursveppi og nýtingu myglusveppa.

 

Í síðari hluta er fjallað um alla flokka sveppa sem þekkjast á Íslandi. Um 700 tegundum er lýst, þar af um 300 ýtarlega, en alls er getið meira en 1000 tegunda. Litmyndir eru af um 540 tegundum. Alls eru um 640 litmyndir í bókinni, þar af 35
heilsíðumyndir, auk þess um 150 teikningar og svarthvítar myndir.

 

Allir íslenskir matsveppir fá ýtarlega umfjöllun í bókinni, svo og nokkrir vel þekktir erlendir matsveppir og eitursveppir.

 

Í bókinni er að finna mikinn fjölda nýrra sveppanafna og fræðiorða. Hún er ætluð almenningi jafnt sem fræðimönnum. Vonast er til að bókin verði til að auka áhuga manna á sveppum og nýtimngu þeirra. Einnig ætti hún að geta orðið kennurum og nemendum á öllum skólastigum að gagni.

 

632 bls. | 170×240 | 2010 | ISBN 978-9979-655-71-8

Out of stock

Description

Sveppabókin er frumsmíð um sveppafræði á íslensku og byggist m.a. á hálfrar aldar rannsóknum höfundar á sveppum.

 

Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um eðli og gerð sveppa og hlutverk þeirra í lífkerfi jarðar, m.a. um sníkjusveppi, svepprætur, samkipti sveppa og dýra og sveppasprettu á Íslandi. Sagt er frá viðhorfi manna til sveppa og rakin saga svepparannsókna, sérstaklega á Íslandi. Þá er rætt um matsveppi og eitursveppi og nýtingu myglusveppa.

 

Í síðari hluta er fjallað um alla flokka sveppa sem þekkjast á Íslandi. Um 700 tegundum er lýst, þar af um 300 ýtarlega, en alls er getið meira en 1000 tegunda. Litmyndir eru af um 540 tegundum. Alls eru um 640 litmyndir í bókinni, þar af 35
heilsíðumyndir, auk þess um 150 teikningar og svarthvítar myndir.

 

Allir íslenskir matsveppir fá ýtarlega umfjöllun í bókinni, svo og nokkrir vel þekktir erlendir matsveppir og eitursveppir.

 

Í bókinni er að finna mikinn fjölda nýrra sveppanafna og fræðiorða. Hún er ætluð almenningi jafnt sem fræðimönnum. Vonast er til að bókin verði til að auka áhuga manna á sveppum og nýtimngu þeirra. Einnig ætti hún að geta orðið kennurum og nemendum á öllum skólastigum að gagni.

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Sveppabókin. Íslenskir sveppir og sveppafræði”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *