Description
Land og saga
Í bókinni er fjallað á aðgengilegan hátt um flest svið í náttúru og sögu Elliðaárdals allt frá elstu berglögum til nútímans. Höfundar eru þrír. Árni Hjartarson jarðfræðingur skrifar um náttúrufar í dalnum en hann hefur áður rannsakað jarðsögu dalsins sérstaklega. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt gerir grein fyrir félags- og útivistarstarfsemi og skipulagi Elliðaárdals. Hann hefur manna lengst unnið að skipulagi dalsins fyrir Reykjavíkurborg. Helgi M. Sigurðsson safnvörður og sagnfræðingur skrifar um mannlíf og minjar í dalnum, enn fremur um félags- og útivistarstarfsemi ásamt Reyni, auk þess að ritstýra bókinni.
Reviews
There are no reviews yet.